Nudd er heilsusamleg og nærndi meðferð sem hefur verið iðkuð í þúsundir ára eða allt aftur til fornegypta. Nútímarannsóknir hafa sýnt fram á margvíslegan ábata sem fæst af heilsunuddi. Nudd hefur læknandi mátt og er notað af sjúkraþjálfurum og heilurum við meðferð á marvíslegum meinumm bæði líkamlegum sem og geðrænum. Flestir atvinnuíþróttamenn eru með einkanuddara sem aðstoðar þá við að bæði hita upp og koma í veg fyrir meiðsl sem og ná hraðari og betri endurbata eftir keppnir og æfingar.