Vinan, við erum öll svo ólík og mismunandi. Það er alls ekki víst að prógramm sem virkar fyrir einhvern annan virki skothelt á þig.
Farðu frekar til næringarfræðings og/eða einkaþjálfara. Þar verður farið yfir allt saman og búið til persónulegt prógramm bara fyrir þig.
Besta ráðið er þó að borða reglulega, ég reyni að borða 5 sinnum á dag, en aldrei stórar máltíðir, og bara eina heita máltíð á dag, annaðhvort í hádeginu eða að kvöldi til. Og yfirleitt á sama tíma.
Einn nammidagur í viku. BANNAÐ að svindla.
5 ávextir á dag koma skapinu í lag! (segja þeir...)
Ég reyni að halda mig við gróft brauð (þegar ég borða brauð). Það fer betur í meltinguna og maður fær "betri" orku út úr því.
Morgunmatur er must! Og í mínu tilviki, er second breakfast regla. Borða yfirleitt fyrst um áttaleytið. Morgunkorn og soðið egg. Er aftur orðin banhungruð um 10leytið og fæ mér þá kannski banana útá súrmjólk.
Þig langar líklega í súkkulaði vegna þess að blóðsykurinn lækkar og sætan í súkkulaðinu hjálpar honum upp aftur.
Fáðu þér frekar ávöxt, og prófaðu sjálfa þig ; Ertu svöng eða langar þig bara í eitthvað? Ef þú ert í alvörunni svöng, borðaðu þá eitthvað sem hefur almennilega næringu í.
Ef þú ferð að gera eð annað (eins og að laga til, lesa bók, vinna, hvað sem er) og þig langar ekki lengur í súkkulaði eftir svona 10-15 mín, þá langaði þig bara á því augnabliki í súkkulaði.