Halló.

Ég er tæplega tvítug stelpa, ég veit eiginlega bara EKKERT um líkamsrækt og ég hef aldrei æft neina íþrótt og já. Ég er einfaldlega mjög reynslulítil þegar kemur að hreyfingu og íþróttum. Er ekkert í hræðilegu formi þannig lagað séð (hjóla oft eitthvað og labba og tek strætó frekar en að keyra o.s.frv.) er engin fitubolla en samt ekki í eins góðu formi og ég veit mig langar að vera í.

Málið er bara að mig hefur núna í svolítinn tíma langað að fara að hreyfa mig, koma mér í gott form og svona en ég hef einhvernveginn engan áhuga á því að fara og fá mér einkaþjálfara til að stefna að einhverju settu markmiði og borga hellings pening. Ég hef nefninlega soldið oft reynt að fara í ræktina og svona en mér finnst það bara hundleiðinlegt. Syndi stundum en ég fæ líka fljótt leið á því.  Svo ég fór að spá hvort ég ætti þá kannski ekki bara að fara að æfa þá eitthvað annað, einhverja íþrótt þá, og MMA og/eða kickbox fannst mér hljóma mjög skemmtilega. Ég er aðeins búin að skoða og lesa á netinu svona hvernig þetta fer fram og svoleiðis en nú er bara spurningin hvar skal byrja?!

Mig langar að vita hvort ég þurfti að undirbúa mig eitthvað fyrst, líkamlega, áður en ég skrái mig til leiks hjá t.d. Mjölni (eða einhverjum öðrum, veit eiginlega ekki um fleiri félög; kickbox er kannski ekki kennt þar?)

Þarf ég að skrá mig á sérstakt stelpunámskeið t.d.? Hvernig er það oftast? Eru kennd sér stelpu/strákanámskeið eða eru kynin saman? (mér er í rauninni alveg sama, mig langar bara að vita hverju ég má eiga von á).

Getur einhver sett svona nýgræðing eins og mig inn í málin og jafnvel sagt mér frá/bent mér á góð námskeið fyrir algjöra núbba?

Takktakk!
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.