Nú er búið að banna mörg af þeim fæðubótarefnum sem eru fáanleg erlendis hér heima. T.d. þegar ég ætlaði að reyna versla vöru í  jurta/náttúru apóteki sem innihélt garðabrúðu (getur verið mjög hjálplegt gegn svefnleysi) sagði hún mér að MAST væri búið að banna það. Finnst það mjög skrítið þar sem það er hægt að týna þetta blóm á suðurlandi, en þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem MAST kemur mér á óvart með uppátækjum sínum.

Konan sagði mér hinsvegar að ég mætti versla ákveðið mikið magn af þessu erlendis ef ég væri á leiðinni út og taka með í gegnum tollinn, það væri leyfilegt. Veit einhver meira um þessar reglur? Ef fæðubótarefni eru bönnuð hér heima, má taka eitthvað ákveðið magn með sér á heimleið frá útlöndum í gegnum tollinn?

Tók bara garðabrúðuna sem dæmi.
Allar ábendingar vel þegnar
Takk