Ég var að spá hvort einhver hér hefði sama vandamál og ég…
Það er nebblega þannig að alltaf þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin (tek yfirleitt ekkert eftir þessu á daginn) þá er ég með svo mikið suð og svona þrýsting inní eyrunum.
Ég er reyndar með mikil vandamála eyru, þ.e. þröng eyrnagöng og var mjög veik í eyrum þegar ég var lítil.
Stundum verð ég alveg ýkt pirruð á þessu en er oft ekkert að pæla í því.
Kannast einvher við þetta vandamál??
(p.s. ég er frekar stressuð manneskja eða allavega oft með áhyggjur af hlutum og svona, og stundum kvíðin, kannski getur þetta tengst því að ég slaka ekki nógu mikið á??)