Kanadamenn hafa nokkrum sinnum gert út leiðangra til að staðsetja segulskautið, síðast árið 2001. Í byrjun 20. aldar var skautið á nyrsta odda Kanada, Boothiaskaga, en hefur síðan færst til norðurs og vesturs yfir eyjar norðan meginlandsins og er nú langt úti á ísbreiðu Norður-Íshafsins, á að giska við 85° norðlægrar breiddar og 119° vestlægrar lengdar. Lauslega reiknað er staðurinn um 500 km norðvestur af Ellesmere-eyju, 900 km frá Grænlandi og 600 km frá norðurheimskautinu.