Sælir.
Var að velta fyrir mér hvað fólk er almennt að borða yfir daginn? Ég er aðallega að leitast eftir hvað er best fyrir mig að éta sem millimáltíðir. Ég er alltaf með morgunmat og heitan hádegismat og kvöldmat en ég er gríðarlega hugmyndasnauður um hvað er gott að fá sér á milli þess. Ég er að reyna að bæta vöðvamassa og skera fitu á sama tíma. Mig vantar næringarríka vöru til að neyta á milli mála sem getur hjálpað mér með þessi markmið. Ég er oft tímabundinn og hef ekki mikinn tíma til að búa til mikla máltíð. Ég gæti svo sem útbúið nesti og tekið með mér, en hvað ætti það að vera?
Kv.
Eyþór
Bætt við 11. apríl 2012 - 23:45
Núna var ég algjörlega sofandi og fannst eins og ég væri að skrifa e-mail. Algjörlega tilgangslaust að skrifa undir með nafni hér inni. En það er ekki hægt að breyta því núna, svo þetta er allt í lagi :D