Hjá mér virkaði eiginlega að hugsa fyrst og borða svo…er t.d. hætt að kúfylla diskinn bara vegna þess að ég er svöng, fæ mér minna og þá frekar aftur ef ég er ennþá svöng, borða líka hægar og hugsa líka eins og t.d. þegar ég fæ mér eitthvað óhollt „þarf ég í alvöru meira eða langar mig bara í meira?“
haha :) maður á víst aldrei að borða nema eina „stóra“ máltíð á dag (s.s. svona heita máltíð, aðalréttur með meðlæti..þú veist hvað ég á við :P þannig ég hef haldið mig við að borða bara góðan kvöldverð og helst ekkert eftir það)
en já; þetta allavegana virkar fyrir mig; (ps. er í skóla+áhugamál)
Morgunmatur: 7:30 hafragrautur. hafragrautur er mesta snilld sem ég veit um. maður getur haft hann venjulegan. maður getur sett í hann rúsínur,döðlur,sveskjur,epli,kanil (ekki kanilsykur samt), allt, eða bara eitthvað af þessu, og þá er komin skemmtileg tilbreyting. svo er maður líka svo lengi saddur af honum, og meinhollt í þokkabót x) ps. ég set aldrei mjólk útá, finnst það ógeðslegt
Morgunkaffi: 10:00 ávöxtur/ir. elska að taka með mér eplabáta eða banana.
Hádegi: 12:00, eitt skyr dugar fyrir mig, þungt í magann líka :/ annars tek ég stundum með mér samloku (elska að búa til megagourmetsamlokur og hlakka svo til að borða þær :p en já, uppáhaldið mitt er gróft brauð með léttu majónesi (neibb, ekki hollt og bara ponkupons), sinnepi, káli, hunangsreyktri og silkiskorinni skinku, tómatar,gúrka og ef það er til góður ostur (eins og t.d. ísbúi) þá smá sneið af því)) annars bara að leyfa ímyndunaraflinu að ráða, elska líka að taka með mér salat, bara fullt fullt af káli og grænmeti og kannski rækjur eða kjúklingabita með til að gera það örlítið saðsamara, og stundum tek ég með mér afganga af kvöldmatnum ef þeir eru til, en aldrei meira en ég þarf :)
Svo er það mismunandi eftir dögum hvenær næsta máltíð verður en ég er samt alltaf aftur orðin svöng í kringum 15:00 og þá er víst næsti ávöxtur dagsins kominn á dagskrá.
Síðan er það kvöldmatur, það er svakalegt millibilsástand á kvöldverðartíma en hann getur sveiflast frá 18:00-20:30, og eins og ég sagði fyrst; fæ mér ekki nema eins og ég þarf og borða hægt.
Er eiginlega alveg búin að taka nammi út af matseðlinum, það var sjúklega erfitt fyrst að t.d. liggja yfir mynd á laugardagskvöldi með kæró og ekki fá sér nammi en smátt og smátt hætti mig að langa í það, gildir sama um gos, vatn eða sódavatn virkar líka :P fæ mér stundum snakk en ég fæ alltaf bara nóg eftir nokkrar flögur,
En svo náttúrulega erum við öll svo mismunandi; sumir þurfa mikið að borða vegna þess að það er mikið að gera hjá þeim á daginn og þurfa þá þessa aukaorku.
þannig að já; hætta að borða yfir sig, fylgjast með því sem maður er að borða (er það hollt? eru rétt næringarefni í því? þarf ég meira? er ég svöng?), sleppa óhollustinni (maður þarf hana ekkert), og engar öfgar!!
og svo má svindla. það má fá sér kökusneið í afmæli, en bara eina :p maður þarf ekkert meira
og það má fá sér súkkulaði með kaffinu á sunnudeginum
og pönnukökur með sykri eru alveg leyfilegar, bara ekki haug af sykri
í stuttu máli sagt; allt er gott i hófi :) og ekki borða á milli mála..það er alger óþarfi og fer líka illa með tennurnar
klukkutímalabbitúrádagkemurskapinuílag…!
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.