Ætlar fólk aldrei að fatta það að ef það gefur sér smá tíma og setur þærðina upp eins og homosapien fást miklu fleiri góð svör. Gott dæmi er þráður hérna þar sem einhver spir hvað er best að éta fyrir æfingu. Hef aldrei séð jafn mikið af lélegu trolli á þræði hérna.
Ef að þú nærð að lifta lóðinu sem þú ert að nota verulega hratt ert þú einfaldlega að nota of létt lóð eða ert að gera æfinguna vitlaust. Þegar þú ert til dæmis að taka bís átt þú að standa kjur en ekki sveifla lóðinu upp með öllum skroknum.
Eins þegar þú ert að láta lóðið frá þér til dæmis að fara niður í réttstöðu eða róðri þá áttu ekki að láta lóðið gossa niður. Þú átt að halda á móti. Þannig færðu mikið meira út úr æfingunni.
Hversu oft? Það er ekki til nein ákveðin formúla í repsa og setta fjölda. Þetta fer eftir því hvað þú ætlar að fá út úr þjálfuninni. Ef þú ert að einblína á það að geta sagt sem hæsta tölu þegar einhver spir þig til dæmis hvað þú tekur í bekk ( sem mér btw finst alltaf hálf aulalegt) þá ættir þú ekki að vera að taka meira en 6 reps per sett. Gætir byrjað á að taka 5 síðan 4 svo 3 og enda með 2 reps. Ég mæli samt alls ekki með þessu ef þú ert nýlega byrjaður að lifta.
Ef þú ert að stefna á að stæka þig, pumpa allt í drasl og verða massaður er 8-12 ágætis viðmið, fer svoltið eftir æfingum. 3-4 sett í minni æfingunum og 4-5 sett í þeim stærri eins og axlapressu eða bekk.
Þú ættir alltaf að keira þig alveg út en augljósega gerir þú það ekki með mikla þingd. Ef við segjum að þú værir að taka brjóst og þríhöfða væri fínt fyrir þig að enda æfinguna á til dæmis þröngum bekk og minka þingdina. Taka kanski 40 kg í fyrsta setti, mundir kanski ná svona 10-12 reps, fara svo í 30 kg og taka allavega 15 reps. Þetta væri heppilegt ef þú værir að reyna að stækka.