BCAA er mjög gott ef þú ert að lyfta þungt, mæli með að passa að skammturinn innihaldi 6g af leucine ef þú ætlar að taka BCAA í kringum æfingar (ekki 100% á þessari tölu samt, minnir bara að ég hafi lesið það einhversstaðar, er ekki með heimildir þannig taktu þessari tölu með fyrirvara). Rannsókn framkvæmd af Dr. Layne Norton (natural bodybuilder og powerlifter líka) sýndi fram á að ef maður innbyrgðir 3g af leucine með próteinríkri máltíð þá verður máltíðin mun meira “anabolic” þ.e. eykur protein synthesis.
Hérna er grein eftir Layne Norton um Leucine á bb.com
http://www.bodybuilding.com/fun/layne39.htmHérna eru rannsóknir á Pubmed sem hann tók þátt í í sambandi við Leucine
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed?term=layne%20norton%20leucineEn það er samt ekkert endilega alltaf nauðsynlegt að taka leucine í duftformi með hverri máltíð afþví það er auðvitað leucine í mat líka og ef þú ert að borða nógu mikið af próteini þá færðu helling af leucine í leiðinni bara úr matnum.