Jú í rauninni, það er eiginlega ein af ástæðunum fyrir því að ég gafst upp á því að telja kaloríur, mjög erfitt að vera nákvæmur þegar maður er að borða eitthvað sem maður eldar ekki sjálfur. Persónulega finnst mér algjör óþarfi að telja kaloríur, en það er bara ég. En eins og ég segi þá gæti samt verið gott að byrja að fylgjast meira með því hvað þú ert að borða, leita á netinu t.d. og finna út hvað er mikið af próteini, kolvetnum, fitu etc. í ákveðnum mat, skoða umbúðirnar utan á matnum og skoða hvað er mikið í matnum. Ef þú gerir þetta þá geturðu lært helling á því hvað er í rauninni í matnum og hvað þú ert að setja í munninn á þér.
En svo eru sumir sem vilja telja hverja einustu kaloríu ofaní sig, mér finnst það bara vera of tímafrekt og of mikið vesen…
En svo er önnur aðferð sem getur virkað vel sem sumir fara eftir og það er að borða eftir “skömmtum”, þ.e. setja það sem jafngildir einum hnefa á diskinn af próteini og einn hnefa af kolvetnum. Þegar ég tala um “hnefa” þá meina ég ef þú gerir hnefa og heldur honum yfir disknum, þá ætti sú stærð að vera c.a. einn skammtur. Getur síðan prófað að leika þér með skammtana, taka einn of hálfan hnefa eða tvo hnefa etc. Þetta er í raun miklu einfaldari leið til að “telja” kaloríur, þú ert í raun ekki að telja neitt heh.