Margir gefa líkamanum ekki nógu mikið credit og halda að þú getir bara tekið þungt einusinni í viku eða eitthvað álíka, ég myndi segja að þú ættir að taka þungar hnébeygjur tvisvar til þrisvar í viku, sérstaklega ef þú ert ungur þá geturðu jafnað þig mjög fljótt eftir æfingar. En ég myndi samt segja að það væri alveg nóg að taka þungt dedd bara einusinni í viku (ef þú ert að taka þungar hnébeygjur þrisvar í viku) afþví að þetta eru að mörgu leyti svipaðar æfingar, annars gætirðu kannski bætt inn smá speed dedd sessioni (taka nokkuð létt dedd en taka bara 3 rep í hverju setti og reyna að sprengja upp eins hratt og hægt er).
En auðvitað fer það líka mikið eftir því hvar þú ert staddur, hvort þú sért byrjandi, “intermediate” lyftari eða advanced liftari og þá er ég ekki að tala um bara hversu lengi þú hefur lyft heldur hversu sterkur þú ert.
Byrjendur geta tekið þungar hnébeygjur 3svar í viku og bætt alltaf þyngd á stöngina í hvert skipti sem þeir mæta í ræktina. (dæmi um prógram fyrir byrjanda er Starting Strength)
Intermediate lyftarar geta ekki bætt þyngd á stöngina svona of og taka þá kannski 1-2 þung session og eitt létt session á viku (fer reyndar eftir hvaða æfing það er) og bætt svo þyngd á stöngina vikulega. (dæmi um prógram fyrir intermediate lyftara er Madcow eða Texas Method)
Svo þegar þú ert orðinn Advanced og ert orðinn mjög sterkur þá gætirðu verið hættur að geta bætt þyngd á stöngina vikulega og þá þarftu kannski að bæta þyngd á stöngina mánaðarlega og þá væri jafnvel alveg nóg fyrir þig að taka hverja lyftu bara einusinni í viku. (dæmi um prógram fyrir Intermediate/Advanced lyftara er 5/3/1 prógrammið hans Jim Wendler).
Þetta er auðvitað bara dæmi og það eru margar “aðferðir” til þarna úti til að byggja styrk en aðalatriðið sem ég er að reyna að koma á framfæri er að það fer allt eftir því á hvaða stigi þú ert, hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn og hversu hratt þú getur recoverað eftir æfingar.
Til að sjá hvort þú sért “beginner”, “intermediate” eða “advanced” lyftari þá geturðu prófað að setja lyfturnar þínar inn í þessa síðu, þetta er ekki fullkomin síða en hún gefur samt góða viðmiðun.
http://www.strstd.com/(mundu bara að velja metric)
Ef þú fellur inn í byrjenda grúppuna þá myndi ég mæla með því að taka bara Starting Strength, græðir langmest á því.
Bætt við 10. febrúar 2012 - 12:27 þ.e. græðir meira á að taka eitthvað prógram með linear progression eins og Starting Strength heldur en að reyna að búa til eitthvað prógram sjálfu