Ég geri mér stundum möndlumjólk og læt þá 1dl af möndlum á móti 4dl af vatni í mixer. Getur síað kjötið í gegnum klút og geymt það en ég borða þetta oftast bara með möndlukjötinu, góðar trefjar og sona.
Hef líka gert úr heilum heslihnetum með uppskrift úr heilsuréttum hagkaupa en það er pínu sterkara bragð af heslihnetunum svo fínt að milda það út með banana, epli eða einhverju súkkulaðidufti.
Hef bara gert heslihnetumjólkina með kjötinu tvisvar en meltingin var ekki sammála og ég fékk skituna eftir það í bæði skiftin. Fæ líka sona í magann af t.d. nýrnabaunum svo ef þú ert ekki einsog ég myndi ég alveg fara í þetta.
Hér er svo skemmtileg limra ;)
“Fruits to energize, herbs to alkalize, nuts and seeds to build. Sunshine to fill you with the light of life and the air to heal.”- the liferegenerator.