hvernig eru menn að skipta æfingum á daga? ég persónulega mæti 4-5(stundum 6) sinnum i viku og hef bara 4 ákveðna daga sem byrja bara alltaf uppá nýtt þegar ég hef lokið við þá óháð vikudegi
Dagur 1 - Brjóstkassi og Tvíhöfði Dagur 2 - Neðri líkami Dagur 3 - Axlir, Þríhöfði og Magi Dagur 4 - Bakið
einhver sem sér eitthað að þessu? og hvernig eru þið að skipta vöðvahópunum?
Rap is something you do, Hip Hop is something you live! - KRS One
Tek Cardio + Maga klukkan 5:50 alla morgna, og tek svo seinni æfinguna hálftíma eftir skóla oftast um 17:30.
Dagur 1: Cardio + Magi / Bak + Tvíhöfði Dagur 2: Cardio + Magi / Axlir Dagur 3: Cardio + Magi / Fætur Dagur 4: Cardio + Magi / Brjóst + Þríhöfði Dagur 5: Cardio + Magi / Bak + Tvíhöfði Dagur 6: Cardio + Magi / Axlir Dagur 7: Cardio + Magi / Fætur
Skiptingin er búin að vera svona í dálítin tíma hjá mér en ég reyni samt alltaf að breyta til. Maginn er ekkert fancy, bara lítið og breyti nánast alltaf einhverju í honum.
Hvíli ekki um helgar en tek 5daga hvíld á 6-8vikna tímabili, ég skrái hvíldardagana fyrirfram á dagatalið hjá mér svo ég lendi aldrei í því að hugsa “já ég á hvíldardag inni og nenni ekki núna á æfingu”.
Bætt við 3. janúar 2012 - 05:06 Má bæta við að eftir hvíldina breyti ég í Bak + þríhöfði og Brjóst + tvíhöfði og svo skipti ég aftur eftir næstu hvíld.
Ég geri þetta auðvitað til að líta vel út, þar að auki hef ég mjög gaman að þessu og markmiðið er ehtíman á næstu árum að fara á svið og keppa en það kemur seinna meir.
Bara til að brenna, er ekkert með minnstu fitprósentu í heimi, en þetta hefur svínvirkað fyrir mig! Hef minnkað fitu (hef ekki mælt það neitt en tek samt alveg eftir því) stækkað og styrkt vöðvana í leiðinni.
Er á þungu 5x5 núna í stærstu æfingunum og svo 3x10 í hinum minni æfingum, var í öllu 12-10-8-6 þegar ég byrjaði og tók þá bara 3 lyftingardaga (lower/upper/chest) og 2 cardio/brennslu daga en þetta sem ég notast við núna virkar margfalt betur fyrir mig.
Hvað eru allir að taka maga 100 sinnum í viku? Ef fólk er að dedda, squatta og taka pullups er það nánast nóg ab work. Annars tek ég bara planks á föstudögum.
BTW: Ef þið eruð að taka situps.. don't. Frekar slæmt fyrir hrygginn. Og ef þið eruð að taka twisting situps.. ennþá verra. Ég er að reyna að finna greinarnar um þetta sem ég las um daginn, en það er ekki alveg að takast. Það er allavega slatti um þetta einhverstaðar á exrx.net.. skelli því inn ef ég finn það.
Annars æfi ég þrisvar í viku og tek þungar og léttar vikur til skiptis.
Mánudagur: Dedd, bak og biceps(Pullups hérna). Miðvikudagur: Brjóst, axlir og triceps. Föstudagur: Squat, planks og smá extra drasl eins og t.d. shrugs ef ég nenni.
Í fullkomnum heimi með frábær gen er það hægt. Staðreyndin er samt sú að flestir munu fá betri magavöðva á því að gera magaæfingar. Alveg eins og flestir þurfa að æfa kálfa til að stækka þá, þó sumir hafi huge kálfa og geri ekki meira en að labba upp stiga.
Mikið rét.. En eins og ég skrifaði hérna fyrir neðan, þá eru magavöðvarnir ekkert öðruvísi vöðvar en nokkrir aðrir. Fólk heldur að maður eigi endilega að gera mörg sett af.. 50 magaæfingum, eða eitthvað álíka, og það oft í viku, sem er 140% þvæla.
Í fyrsta lagi eru “magaæfingar”(sem þýðir vanalega situps) slæmar fyrir bakið. Í öðru lagi þá stækka magavöðvarnir við það sama og allir aðrir vöðvar. 3 sett af t.d. 10 reps með einhverri þyngdri æfingu. T.d. cable ab curl, þar sem maður er reyndar líka að setja full mikið álag á bakið, en það er hins vegar ekki á meðan maður liggur á gólfinu eða eitthvað. Annars eru farmer's walks frekar góðar æfingar. Taka bara 50 kg handlóð og rölta fram og til baka nokkrar umferðir. En ég tek persónulega bara planks og svo dedda ég, beygji og tek pullups og magavöðvarnir mínir eru fínir.
Þegar þú gerir situps beygir þú hrygginn svakalega.. Það setur mikið álag á hryggsúluna. Þegar þú gerir twisted situps þá ertu basically að setja hryggsúluna í þá verstu stöðu sem hún getur verið í.
Þegar þú gerir farmers walk spennir þú alla core vöðva. Þú ert beinn í baki og heldur hryggsúlunni beinni. Hvað er vandamálið?
Ég tek maga á öllum dögum en það er samt ekki 300 magaæfingar.. Eins og ég sagði ekkert fancy, jú tek 2x í viku 2x15 sit ups þyngdar, svo 2 í viku 2x15 eh snúning fyrir hliðarnar þyngdar og 3 í viku 2x15 cable crunches.
s.s. 2x15 í staðinn fyrir 3x10, finnst það mjög svipað og ég æfi minni vöðvahópana, þótt ég viti nú alveg að maginn/kviðurinn er ekki lítill vöðvahópur. Maður pófar einhvertíman seinna að taka þetta low reps þungt.
nei, hugsaðu bara um magavöðvana eins og alla aðra vöðva. lyftu þung með þeim 1-2 sinnum í viku. magavöðvarnir eru ekkert öðruvísi þegar kemur að því að stækka þá. þú verður hins vegar aldrei með þá sýnilega nema þú takir fitulagið sem sest ofan á magan.
Já.. frábært. Og segðu.. tekurðu kannski dedd þrisvar í viku? Eða bíceps? Brjóst?
Nema þú sért á sterum eða á einhverju hrikalega fókuseruðu prógrammi kemstu ekkert lengra með því að nauðga vöðvunum. Magavöðvarnir eru nákvæmlega eins og allir vöðvar. Ef þú vilt verða sterkari, taktu þyngri æfingar. Ef þú vilt stækka, aðeins léttari æfingar og fleiri reps.
Hverskonar rökfærsla er það að halda að einn ákveðinn vöðvahópur sé öðruvísi en allir hinir?
PS: Lestu það sem ég sagði áðan. “magaæfingar” eða “situps” eru slæmar fyrir bakið á þér.
Ég er ekki að tala um að nauðga maganum,frekar svona 2 í viku.
nei tek dead 1x,bróst líka en bicep 2x.
Ég er búinn að æfa það lengi að ég get æft frekar stíft,en ég er greinilega með frekar tregann maga og sixpackið sést ekki nema að ég séi í mjög lágri fitu.
Jájá, ég er ekkert að dissa neitt. Verður að afsaka ef það kom svoleiðis fram. En þú veist það jafnvel og ég að alltof mikið af fólki heldur að 300 magaæfingar á dag sé leiðin áfram.
Hefurðu testað farmer's walk? Taka trap bar eða handlóð og labba nokkrar umferðir. Maginn heldur bakinu uppréttu. Þar ertu með æfingu sem æfir magann í því að gera nákvæmlega það sem hann er gerður fyrir.
Held bara að fólkið sem að gerir 300 magaæfingar á dag séi liðið sem að heldur að það séi til “staðbundinn brennsla” og séi “bara” að reyna að brenna á maganum.
Mánudagur (Pressa), bekkpressa, hnébeygja Þriðjudagur (Tog) OH Row eða BO row og chins eða þröngt niðurtog Miðvikudagur (Pressa) Military press (dauð) þríhöfði kaðall Fimmtudagur (Tog) Sitjandi róður og bicep curl með stöng Föstudagur (Pressa) Push press og overhead squat eða þröngur bekkur Laugardagur Dedd eða SLDL og pullups eða niðurtog vítt Sunnudagur (Olympískar) Clean, high pull, shrugs
Þolæfingar inni í öllum æfingum (sipp, armbeygjur, burpees, KB swing ofl) og magi 3x æi viku, 2x þungur 1x léttur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..