Hef nú séð rannsóknir sem sýndu að þetta virkar og aðrar sem segja að þetta virki ekki, þannig ég held að það sé svolítið erfitt fyrir þig að þykjast vera svona viss um að AAKG “gerir ekki shit”. Þetta hefur ekki verið rannsakað nógu vel fyrir fólk sem er að lyfta.
https://bearspace.baylor.edu/Rodney_Bowden/www/pharmacokinetics.pdfÞessi rannsókn sýndi að eftir að búið var að taka AAKG í 4 vikur þá virtist sá hópur sýna meiri framfarir í 1RM í bekkpressu en virtist ekki hafa áhrif á líkamssamsettningu.
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21191143Í þessari rannsókn voru 8 gæjar fengnir til að æfa aðra löppina og drukku síðan amínósýrublöndu með 10g af l-arginine eftir æfinguna. Þeir komust að því að það varð engin aukning á NO í blóðinu og æðarnar víkkuðu ekkert. En það má benda á að þessi rannsókn er frekar gölluð, í fyrsta lagi tóku þeir l-arginine eftir æfinguna og auk þess prófuðu þeir ekki að halda áfram í nokkrar vikur til að sjá hvort eitthvað breytist líkt og gerðist í rannsókninni sem ég sýndi hér að ofan.
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21813912Þessi rannsókn tók 12 menn og lét þá taka 12g af AAKG á dag fyrir og eftir tvíhöfðaæfingar (elbow flexors). Basicly þá komust þeir að því að það er ekki meira blóðflæði eins og haldið hefur verið fram. En enn og aftur var þessi rannsókn að mínu mati of stutt, aðeins í 7 daga, hún hefði átt að standa yfir í a.m.k. nokkrar vikur.
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/20300016Þessi rannsókn tók powerliftera og lét þá taka inn arginine og ornithine samhliða því að æfa í 3 vikur þar sem bekkpressa, hnébeygja og réttstöðulyfta og það voru tekin 5-8 sett af 1-3 reppum. Bæði GH og IGF-1 hækkuðu meira í arginine hópnum á móti control hópnum en rannsóknin segir að hækkunin sé nægileg til að hjálpa til við frammistöðu “in theory” en það er samt erfitt að segja hvort það virki eða ekki.
Þannig mér sýnist AAKG ekki byrja að virka af viti fyrr en maður er búinn að taka það á hverjum degi í nokkrar vikur, en það þarf samt sem áður að rannsaka þetta betur til að vera viss um virknina.