Fer eftir því hvernig árangri þú sækist eftir..
Er að æfa CrossFit í CrossFit BC og verð að segja að það er mjög gaman, skemmtilegar æfingar og mjög mismunandi WOD + þungar styrktaræfingar inn á milli.
Mæli sterklega með því að skella þér þangað, árskortið kostar örlítið meira en árskort í World Class, og innifalið eru 4 tímar á viku með kennara þar sem er tekin upphitun, mögulega styrktaræfing og endað á WODdi (Workout of the Day).
Það er heldur enginn með neinn hroka þarna og ekkert um það að menn séu að rífa sig úr að ofan í einhverju brjálæði.
Getur síðan mætt eins og þú vilt alla daga á meðan húsið er opið og tekið lyftingar eða aukaæfingar, það er lítill lyftingarsalur á efri hæðinni og nóg af stöngum og lóðum á neðri hæðinni.
Síðan spillir ekki fyrir að BootCamp + CrossFit BC eru að flytja í nýtt og stærra húsnæði upp í Elliðaárdal eftir áramót.
Allavega skelltu þér í prufutíma, þú færð allan andskotann út úr CrossFit, þeas. þungar lyftingar, léttar lyftingar, bodyweight æfingar, róður, hlaup, mikið cardio, góðan félagsskap og heilan helling af svita.