Ekkert bara spægipylsan þó að hún sé langt frá því að vera góður kostur.
Kjallarabollur eru lítið skárri. Það verður enginn stór og sterkur á því að borða hvítt hveiti. Ef að þú færir til einkaþjálfara og markmiðið væri að þú mundir grennast væti hveiti eitt af því fyrsta sem hann mundi segja þér að hætta að borða.
Ég er eginlega ekki nægilega vel að mér í næringarfræði til að gefa einhver frábær ráð varðandi það en ég get sakt þér að kjallarabollur eru ekki good shit.
Hér er það sem ég mundi mæla með að þú mundir vera að borða
-Hafragrautur. Ég veit að það hljómar óspennandi en þetta er snildar máltíð. Mjög mettandi, tekur max 5 min að græja þetta og kostar svoa 50 kall per skamtur. Getur gert þetta fínt með smá kanil ( þarft ekkert endielga sykur) banana eða epli.
-Skyr. sérstaklega ef þér finst vanilu með sætuefni gott. Lítið af kolvetnum, nánast engin fita og slatti af prótíni.
-Túnfiskur 27 grömm prótein per 100 og nánast engin kolvetni eða fita. Kostar heldur ekki mikið ( persónulega finst mér hann betri í vatni. Mæli ekki með að borða hann eintóman. Fínt að fá sér t.d. kókómjólk með)
Svo er það náttúruelga þetta vanalega. Kjúklingur, fiskur kjöt og egg. En það eru kanski máltíðir sem krefjast aðeins meira af þér(nema eggin). Veit ekki hvað þú ert seigur í eldhúsinu eða hvað þú hefur efni á að eiða í mat. Svo eru epli, bananar, appelsínur og þannig stuff fínasta nasl.
Mataræðið er óhemju stór þáttur í því að ná árangri. Ef þér er alvara með að gera eitthvað með líkaman á þér, hvort sem það er að verða minni eða stærri, þá er nauðsinlegt að næringin sé í takt við það.
Og btw. Það fista sem mönnum dettur í hug þegar þeir ætla að grennast er að hætta að drekka gos og borða nammi. Fín hugmynd út af fyrir sig en Guð hvað það getur verið ervitt að filgja því eftir. Sparaðu þér pínuna og gættu frekar hófs. Persónulega fer ég alltaf á nammibarinn á laugardögum og kaupi mér fyrir svona 2-300 kall og fæ mér 2-3 nömm eftir æfingu. Stundum endist þetta mér meira en vikuna og þá kaupi eg mér ekkert meira næsta laugardag.