ADHD er ekki sjúkdómur eins og kvef, inflúensa, niðurgangur, krabbamein eða eitthvað svoleiðis…þú sigrast ekkert á ADHD. Það virkar soldið eins og að vera með gleraugu eða slæma heyrn á öðru eyra, þetta er til staðar,ekki endilega hægt að laga það til frambúðar en aftur á móti hægt að gera eitthvað í málunum. Maður lærir samt að stjórna sér og finnur hvað manni þykir best og hvað virkar best á mann.
ég er með ADD (athyglisbrest) og mér gengur sjúklega vel í því sem ég hef áhuga á en sucka balls í því sem mér þykir leiðinlegt, ég nota mínar aðferðir til að læra (kem mér fyrir inn í matsal í hádeginu og næ fullri einbeitingu, þó mér drepleiðist í faginu sem ég er að læra fyrir)
ADHD og ADD er einfaldlega þannig að tengin í heilanum á þér virka öðruvísi en í ‘venjulegu’ fólki. Þú verður að láta greina þig áður en þú ferð að gera eitthvað í málunum því að þetta er mismunandi hjá öllum og ‘meðferðin’ er ekki sú sama hjá öllum.
og btw. ritalín er ekki fyrir alla. það eru til mörg önnur lyf og sumir þurfa ekki lyf því maður lærir að stjórna þessu þegar maður veit af ‘göllunum’..
ritalín virkar samt þannig að ef venjuleg manneskja tekur það þá verður viðkomandi eins ofvirkur og hann/hún getur orðið. ef manneskja með ADHD eða ADD tekur ritalín verður viðkomandi afslappaðri, nær að fókusera betur á það sem er að gerast í kringum sig og já, lífið einfaldast.
hey já, ég er líka 18 ára, hef verið með ADD alla mína ævi (reyndar líka ADHD þegar ég var lítil) & aldrei tekið lyf :)
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.