Nú vantar mig mataræðishjálp. Ég á við ákveðinn vanda að stríða. Almennt er ég að éta tiltölulega holla fæðu en því miður þá virðist sumur matur ekki njóta sín í munninum á mér nema það séu e-rjar fitugar sósur með.
Ég er sem dæmi vanur að nota kokkteilsósu á steiktan fisk, sem mér finnst bara eitt það besta sem ég fæ, en ég veit að ef ég ætla að fara að skera fitu, þá má ég ekkert við því að fá kokkteilsósu. Er eitthvað annað og betra sem getur gert fiskinn ekki þurrann en samt góðan? (T.d. e-rjar hollar olíur eða e-ð svoleiðis)?