Það skrítna er að ég nota örsjaldan háa hæla, þetta var þriðja skiptið síðan í fyrra eða eitthvað álíka.
Ekki má ég heldur vera í alveg flötum skóm, þá valda flatfæturnir mér verkjum upp eftir öllum löppunum.
Önnur ástæða gæti verið, þegar ég hugsa út í það man ég, að á tímabili var mér sagt að labba mikið á tánum (ekki í skóm þá heldur bara heima við og þannig) til að lyfta ilinni, sem er alveg niðri í gólfi hjá mér.
Það virkaði en gæti líka hafa haft slæm áhrif á liðina, ekki satt?
En þetta hyper mobility syndrome gæti meira en líklega átt við mig, takk fyrir að benda mér á það :)