Þetta er kannski ekki alveg rétta áhugamálið en þar sem blýmálning á að vera stórhættuleg, er hættulegt að vera með lítið magn af henni á fötum?
Held að ég sé með smá, fatan er allavega svo ryðguð að hún er veikari en pappír og svo gömul að eitthvað eins og nokkrir cm af lakki hafi myndast þarna og virkað sem lok (hún var skilin eftir opin) svo ég tek því sem merki um að hún sé nógu gömul.
Hef heyrt að ef hús með þessu flagna ætti maður að skíta á sig en þetta er miklu minna magn og flagnar ekki… þó þvottavélin er varla að hjálpa.
Finnst frekar kjánalegt að gera þennan þráð en miðað við skaðann ef hann er einhver ætti ég bara að gera þetta.