Veistu hvað það þýðir að styrkjast? Það er að fá meiri vöðva. Þú getur ekki “styrkst” með neinum hætti nema að fá meiri vöðva.
Þetta er ekki alveg rétt. Það eru tvær leiðir til að styrkjast.
1) Bæta við vöðvamassa sem þýðir að þvermál vöðvaþráða er að aukast og þú færð stærra þverskursðflatarmál sem myndar kraftinn við hreyfinguna.
2)Láta líkamann nýta fleiri vöðvaþræði við hreyfinguna.
Þú sérð þetta í íþróttum þar sem einstaklingar eru mjög hlutfallslega sterkirt t.d. hjá fimleikafólki og frjálsum íþróttum.
Í mjög einfölduðu mál er þetta einmitt gert eins og einhver nefndi með því að lyfta mjög þungt, hratt með góðum hvíldum. Þar sem þú ert að vinna ATP+PCr kerfinu að reyna virkja hvítu vöðvaþræðina.
Þetta snýst bæði um að virkja réttu orkukerfin og vöðvaþræðina auk þess að fara út í svokallað neuromuscular training.
Einfaldað reiknisdæmi. Ég er með 100 vöðvaþræði í vöðvanum. Ég nýti 60% af því (60 vöðvaþræði) og lyfti 50 kg. Ég get haldið áfram að æfa þessa 60 vöðvaþræði með auka þverskurðsf flatarmálið á hverjum vöðvaþræði þannig að krafturinn sem hann skilar sé meiri. Einföld eðlisfræði
F = P*a
Ég get líka þjálfað líkamann upp í að nýta fleiri vöðvafræði. Segjum t.d að ég nái að virkja 80 vöðvaþræði. Það þýðir að ef 60 vöðvaþræðir í vöðvanum lyfta 50 kílóum munu 80 vöðvaþræðir lyfta 67 kg.