Ástæðan fyrir því að ég tel fitu ekki vera æskilega fyrir æfingu er útaf því að líkaminn nýtir sér fyrst og fremst glúkósa úr blóði og svo glycogen úr vöðvum og lifur sem orku við áreynslu. Fita hentar ekki vel sem orkuefni þar sem keðjan er lengri og því þarf meiri orku til að brjóta hana niður og það tekur lengri tíma. Auk þessu hefur mjög fituríkt fæði áhrif á niðurbrot prótína vegna þeirra viðbragða líkamans að afla sér kolvetna með niðurbroti amínósúyra.
Auk þess er hægt að vísa í lifeðlisfræðilegar skýringar hvernig myndun og niðurbrot ATP á sér stað, en við fáum orku með því að brjóta niður ATP. Það eru í grunninn þrjú kerfi ATP-PCr, loftfirrða og loftháða. Það er ekki fyrr en þú ert kominn í verulega loftháða æfingu þar sem fita fer að telja sem orkuefni. Ég er ekki að telja gegn nytsemi fitu, þvi hún er okkur lífsnauðsynleg og gegnir mörgum lífsnauðsynlegum hlutverkum. Hinsvegar er hún ekki góður kostur semn næring fyrir æfingar.
Það hafa verið gerðar hafa verið fjöldi rannsókna á orkuneyslu fyrir æfingu en sú frægasta er líklegast eftir föður lífeðlisfræðinnar P.Astrand sem framkvæmdi eftirfarandi rannsókn:
1. Hópur neytti matar sem gaf 94% orkunnar úr fitu og 6% úr prótíni
2. Hópur fékk 65% úr kolvetnum (sem er í anda manneldisstefnu)
3. Hópur fékk 83% orku úr kolvetnum
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi þegar skoðað var hámarksúthald.
1. Hópur (fita og prótein) 57 mínútur
2. Hópur Blandað fæði 114 mínútur
3. Hópur Mjög kolvetnisríkt 167 mínútur.
Heimild: Something old and something new úr Nutrition Today.
Ef eitthvað er þá finnst mér mettuð fita vera besta fitusource fyrir æfingu.
Það getur vel verið þín persónuleg reynsla, álit og ráðlegging en allir næringafræðingar og lífeðlisfræðingar munu tala gegn því.
Læt það vera lokaorð mín hér. Var alveg búinn að gleyma hvað Hugi er hræðilegur umræðuvettvangur.