Danski kúrinn?
Mig langar svo að byrja á danska getur ehv sagt mér hvað maður á að borða og hvað mikið magn?
Dæmi um matseðil:
Morgunmatur: 30 grömm af Kornfleksi (ein skál) með 150g mjólk og hálfum banana, 30g brauðsneið (ein sneið) með 10g (slatta) af smjöri og smá sultu. Vatn og kaffi. Suma daga fáum við okkur Camenbert ost á brauðið.
Hádegismatur: Samloka með grænmeti (60g af brauði og 100g grænmeti) og 200g af gulrótum. Samtals 300g af grænmeti. Tvö steikt egg. Gerum einnig túnfisksalat alloft.
Milli mála: Epli og banani. Nóg af vatni (tveir lítrar á dag).
Kvöldmatur: Rúm 200g af fisk, 100g kartöflur og 300g grænmeti (steikt). Hálfur líter af Pepsi Max.
Kvöldsnarl: Vínber.
Maður er semsagt síétandi, en ekkert óhollt. Með þessu hef ég ekki hreyft mig neitt, nema það að ég labba í skólann. Gengur vel og vonandi náum við að halda þessu út árið.