Síðustu árin (eftir að ég kláraði menntaskóla) hefur gengið misvel hjá mér að halda mér í formi og ég er eiginlega með eins lítið þol og ég gæti verið. Ég næ einhvernveginn aldrei að halda mér við svo ég ákvað að finna mér eða búa til prógram til að skokka eftir í sumar.
Ég fann eitt á netinu og byrjaði á því, en það er of erfitt fyrir mig:
http://running.about.com/od/trainingschedules/a/3weeksto30minuterunninghabit.htm
Ég er búið að finna annað sem er sagt vera fyrir byrjendur og virðist aðeins auðveldara:
http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-238-520–9397-2-1X5-3,00.html
Mig langaði að spyrja hérna hvort einhver hafi mikið vit á svona? Einhver tips? Eitthvað sem ég þarf að passa mig sérstaklega á? (Fyrir utan bara að meiða mig)
Ég er 22 ára stelpa, um 165 og 75 kg.
Takk!
Bætt við 23. júní 2011 - 23:46
Hefði kannski átt að segja hvaða markmið ég hef:
1. Ég vil brenna, en ég ætla samt ekki að setja eitthvað “x kíló á viku” markmið
2. Komast í þannig form að ég geti hlaupið 20 mín. samfleytt (veit ekki hvort þetta er góð tala)
3. Venja mig á að hlaupa reglulega og halda því við
4. Ég er með byrjun á brjósklosi svo ég stefni með þessu öllu á að komast hjá því nokkur ár í viðbót og helst að eilífu :)