Gefum okkur að stór og stæðilegur maður einsog þú brenni 3000kalóríum á dag.
1kg af fitu er 7700kalóríur. 3kg af fitu eru 23100kalóríur. Þú brennir 21000kalóríum á viku. Það þýðir að þú þyrftir að sleppa því algjörlega að éta og brenna að auki 2100kalóríum með brennsluæfingum til að missa 3kg á viku. Það væri svona u.þ.b. 3 klst á viku af brennslu, sem er tussu erfitt ef þú værir fastandi og ávísun á vöðvamissi.
en ef þú værir að borða 2300kalóríur á dag auk 2000kalóríur í brennslu á viku: -6900hitaeiningar, rétt tæplega kg á viku, sem er alveg slatti.
Ég ætla ekki að fara fínt í þetta, þú ert 100kg. Þetta á eftir að taka tíma. Gefðu þér a.m.k. 1 ár í þetta, ég mæli með því að þú takir stutt clean bulk inn á milli afþví að þegar þú léttist að þá minnkar brennslan með. Ég er solldið að skalla veginn yfir þessu, er kominn niður í 74kg og brennslan er orðinn mun minni heldur en þegar ég var 94kg.
En þetta er vel mögulegt! Ég er 99% viss um að þú sért einsog ég og margir aðrir hafa verið, haldandi að það sé eitthvað að þínum líkama, að þú bara getir ekki brennt fitu. En það er rangt, við erum öll bundin lögmálum orkunar og ef við brennum meira en við borðum að þá þarf orkan að koma einhverstaðar frá.
Allar tölur sem ég hef varpað hérna fram sem staðreyndum eru það reyndar ekki, ég er bara að sýna þér dæmi. þú getur reiknað út grunnbrennslu þína með því að googla “BMR calculator”. Þar finnur þú hvað þú brennir miklu á daginn ef þú værir ekki að gera neitt, svo legst brennslan yfir daginn ofan á það, þú finnur útúr þessu.
Einnig getur verið að þetta sé bull í mér en þetta er allavega mín reynsla af líkamsærkt.
Í lok þessarar leiðinlegu ræðu minnar langar mig að benda þér á spjallsvæði sem hefur hjálpað mér að missa 20kg. (held þó að ég hafi í leiðini bætt svona ~3-5kg af vöðvum þannig að raunverulegt fitutap gæti verið meira, ég þori bara ekki að sverja fyrir það)
Mér líður einsog ég sé að gefa þér gjöf með því að sína þér þennan link:
http://forum.bodybuilding.com/forumdisplay.php?f=16Gangi þér vel vinur, og endilega að koma með nýjan þráð og mynd í.. segjum september eða oktober!