Ertu kannski að læsa olnbogunum efst í hreyfingunni fyrir ofan kassann og lætur þungann liggja á liðunum? Það eru mjög margir sem gera þessi mistök, sem geta valdið tendonitis í olnboganum. Það sem þú átt að gera er að láta spennuna aldrei fara af þríhöfðanum, þ.e. aldrei slaka á vöðvanum í gegnum settið. Ef þú slakar vöðvann í miðju setti þá hefur álagið farið yfir á liðina. Ef þú ert að gera æfinguna svona þá ertu að gera hana vitlaust:
MYND 1 - þarna sérðu að það er stoppað við ennið og olnbogarnir svo læstir efst og stöngin liggur beint fyrir ofan kassann. Þarna er ALLT álagið á liðunum og þríhöfðinn því slakur, þetta er slæmt fyrir olnbogana.
Rétta leiðin til að gera þessa æfingu og sleppa við að setja mikið álag á olnbogana er að gera hana svona:
MYND 2 - neðsti parturinn, ferð fyrir ofan haus (ekki stoppa við ennið) og reynir að finna ágæta teygju í þríhöfðanum.
MYND 3 - þegar þú læsir olnbogunum þá eru þeir fyrir ofan augu, þ.e. þú horfir UNDIR stöngina og öll spennan er ennþá í þríhöfðanum.
Of margir gera þau mistök að fara með stöngina alla leið yfir kassann þegar þessi æfing er framkvæmd en stöngin á aldrei að fara fyrir neðan augnhæð.
Vona að þetta hjálpi.
Bætt við 21. júní 2011 - 20:54 Úps, linkaði óvart á sömu mynd tvisvar, hérna er hin rétta
MYND 2