Einn félagi minn fór í þetta hjá Gillz og græddi mjög lítið á þessu skv. honum.
Ef þú ert að byrja að lyfta eða ert bara nýr í lyftingum þá myndi ég miklu frekar mæla með Starting Strength eða Strong Lifts fyrir þig heldur en einhverri bodybuilding rútínu frá Gillz, græðir miklu meiri styrk og stærð af því.
prófaði stronglifts prógrammið í 5 mánuði, virkaði helvíti vel. Ef ég hefði verið duglegri þá hefði ég getað náð betri árangri, en ég bara nennti því ekki.
Djöfulsins snilld, þá verður strong lifts fyrir valinu
Bætt við 19. júní 2011 - 15:19 En hei fyrst þú ert með reynslu á þessu, það eru tvenns konar æfingar 5x5 A og 5x5 B. Á ég að skiptast á að gera þær eða geri ég þær báðar í hvert skipti ?
Ég er að taka fólk í fjarþjálfun: geri einstaklingsmiðað prógramm(ekki eins og Gillz þ.s. næstum allir eru með sama prógram), skoða og bæti mataræðið hjá þér, fylgist með að þú gerir æfingarnar, og svo eru auðvitað 2 mælingar innifaldar. Meiri upplýsingar hér: http://www.pulsthjalfun.is og http://www.pulsthjalfun.is/skuli eða í skuli@pulsthjalfun.is
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..