Ég fæ mér alltaf prótein og kolvetnis ríka máltíð klukkutíma fyrir æfingu og síðan Whey prótein sheik hálftíma fyrir. Síðan tek ég hálfan skammt af 2:1:1 Recovery prótein með mér til þess að drekka eftir æfingu (en það er með próteini, kolvetni og klútamíni), en ég tek það vegna þess að líkaminn þarf prótein og kolvetni strax eftir æfingu (hálftíma gluggi), og ég tek hálfan skammt svo ég geti víkkað þennan glugga og hafi tíma til þess að koma mér heim og elda eitthvað.
Bara til þess að leggja áherslu á kolvetnið, kolvetni er orka sem líkaminn þarf til þess að brenna og byggja sig upp, ef þú borðar ekki kolvetni fer líkaminn að ná í orkunna með því að brenna vöðvunum. Ef þú ert að reyna að grennast, borðaðu minni kolvetni heldur en þú ert að brenna yfir daginn. Byrjaðu daginn á kolvetnis ríkri máltíð og minnkaðu kolvetnis skammtinn í hverri máltíð yfir daginn nema fyrir og eftir æfingu. Seinasta máltíðin á kvöldin ætti helst ekki að innihalda neitt kolvetni, og ég sá að einhver minntist á harðfisk í þeim efnum, sem er mjög gott. Reyndu að borða mat í flestar máltíðir, ef þú getur ekki borðað mat í hverri máltíð (6 yfir daginn) er í lagi að taka prótein sheik en ekki oftar en 3svar á dag, margir fæðubótaframleiðindur nota mikið af svokölluðum filler efnum sem mörg hver, ef notað of mikið af, geta skemmt í manni nýrun.
Vona að þetta er nógu gott svar fyrir þig :) .