Fyrir þónokkrum tíma fór ég að fá verki í lappirnar, svo ég fór í einhverjar myndatökur, og var sagt að ég væri með vökva í sinaslíðrum, beinbjúg í hælum, og bólgu í völubeini (held ég).
Ég var að spá hvort að einhver hér gæti sagt mér hvað í fjandanum það þýðir að vera með vökva í “sinaslíðrum”, eða segja mér hvað “sinalíðar” eru á ensku svo ég geti google-að tíkina.
Tendon sheaths eru sinaslíðrar, innri himnan heitir synovium og bólga og vökvi í sin/sinaslíðri er stundum kallað tenosynovitis. http://en.wikipedia.org/wiki/Tenosynovitis Fékkstu meðferð eða er þetta enn að hrjá þig?
Læknirinn sagði mér að taka mér pásu frá hnefaleikum og öllu sem væri meira en að ganga.
Ég er samt búinn að vera svona í 1-2 ár held ég.
Bætt við 15. maí 2011 - 05:05 Ah nvm, ég er að skoða myndina af “Tendon”, og ég var að miskilja. Verkurinn þar, semsagt “vökvinn í linaslíðrunum”, er farinn.
Ég hélt að “vökvi í sinaslíðrum” tengdist einhvað verkjunum í hjánum mínum, sem er búinn að vera í svona 1-2 ár.
Ekki veistu einhvað um hnjé? :P Ég verð óeðlilega þreyttur í hnjánum ef ég hreyfi mig í það minnsta. Ég verð að rétta úr þeim á nokkra mínúta fresti, annars fæ ég mjög óþæginlega tilfinningu, svona eins og þrýstingur að ofan (semsagt “ofaná” hnéskelina"). (Það er mjög pirrandi að reyna að fara í bíó :P).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..