Jah, þróunarfræðilega séð þá meikar það ekki mikið sense að líkaminn fari að éta upp vöðva eftir einnar viku pásu. Ert kannski ekki að þyngja mikið en held að þú þurfir ekkert að létta heldur. Samt kannski persónubundið, einhver sem er búinn að æfa í 2 ár missir styrk fljótar en einhver sem er búinn að æfa í 20 ár.
Ef þú þarft að létta eftir einna viku pásu er það frekar eitthvað andlegt en líkamlegt.
Að vera veikur í viku getur haft eitthvað að segja, sérstaklega ef þú ert með einhverja mixtúru af hita, hausverk, ógleði og hálsbólgu sem gerir það að verkum að þú torgar varla einum banana og kílóin hrynja af þér.
Að því gefnu að það hafi ekkert verið að þér og þú hafir ekki verið undir einhverju óhóflegu álagi þá ætti að vera allt í lagi að taka 2-3 vikna pásu án þess að missa stirk. Þetta er náttúruelga persónubundið en þú ættir alls ekki að missa stirk á 1 viku
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..