Lyftingar örva beinvöxt.
Bein þykkna/stækka frekar en styrkjast sem beinmyndun verður utan á beininu.
Álagið á beinin þurfa að vera um 10% af því sem það þolir án þess að brotna ef þú villt fá fram beinmyndun.
Æfingaraðferðir fyrir beinmyndun eru svipaðar og fyrir styrk, mikil þyngd, stórir vöðvahópar. Fleiri reps kalla ekki endilega fram frekari beinmyndun.
Þetta er hægt ferli og þar sem þungar lyftur eru bestar má búast við að hryggsúlan, mjaðmir og læri græði mest á þessu (dedd & squat), ekki búast við að geta þykkt á þér ulnliðinn mikið, ekki hefur það virkað hjá mér.
Innsetning nýrra collagen þráða í hryggsúlunni má vænta eftir 8-12 vikur af álagi, þangað til að frumurnar kristallist og nái fullum styrk má bíða enn lengur, nokkrar vikur eða mánuði.
Best að vinna í þessu á meðan þú ert ungur, beinmyndunarfrumunum (osteoblasts) fækkar eftir því sem þú eldist.