Ég var ekki að segja að það mætti ekki fara alla leið, heldur að segja að það væri líklegast enginn marktækur munur á þessu tvennu nema hvað ef menn ætla að sperra hendurnar alveg út verða þeir að gæta þess að halda vel á móti í gegnum alla lyftuna svo þú skellir ekki liðamótunum í lás. Ég hef marg oft séð einstaklinga í ræktinni lyfta upp handlóðum og svo láta þyngdaraflið sjá um rest, líklegast vegna þess þeir halda að þeir líti út eins og konur ef þeir eru með léttari lóð, í staðinn líta þeir út eins og fávitar.
Svo er reginn munur á hnébeygju og biceps curls. Í hnébeygju lyftir þú þyngdinni upp þar til hnéin læsast, svo það er næstum ómögulegt að rykkja þeim í lás. Hins vegar ert þú að slaka lóðinu niður þegar þú læsir olnboganum og þá er lítið mál að valda óþarfa álagi á liðamótin ef menn skella þeim í lás, það er að segja, halda ekki á móti út alla lyftuna.