@
http://www.crossfitreykjavik.is/Höfum fengið til liðs við okkur Gísla Kristjánsson, margfaldadan Íslandsmeistara í Ólympískum og Norðurlandameistara.
Gísli er þekktur fyrir lipra snörun og hefur 8 sinnum verið valin Lyftingamaður ársins af LSÍ.
Gísli mun sjá um þjálfun á námskeiðum tileinkuðum ólympisku lyftunum. Námskeiðin eru ætluð öllum sem vilja ná betri tökum á lyftunum og verður ma. farið yfir grunnatriði og fínstillingar í snörun (snatch) og jafnhöttun (clean and jerk) æfingar gerðar og unnið að úrbótum á almennum sem og persónulegum vandamálum við títt nefndar lyftur.
CFR-NÁMSKEIÐ Í ÓLYMPÍSKUM LYFTINUM
CrossFit Reykjavík
Kennari: Gísli Kristjánsson
4 tímar - 90 mín í senn
Hámark 8 þátttakendur á hverju námskeiði
Verð 8.000 kr.
Nauðsynlegt er svo að æfa lyfturnar reglulega og markvisst til að viðhalda stöðugri framför og mun CFR því bjóða upp á einn tíma á viku (enginn aukakostnaður), í viðbót við námskeiðin, þar sem einungis verður lögð áhersla á þessa frábæru íþróttagrein.
Skilyrði fyrir þátttöku í ólympísku tímunum er að hafa lokið námskeiði hjá Gísla.
Næstu námskeið hefjast:
Þriðjudag 15.3 kl 14 og kl. 20
Kennt er þriðjudaga og miðvikudaga annarsvegar kl. 14 og hinsvegar kl. 20.
SKRÁNING FER FRAM HJÁ karlvidar@cfr.is
Hægt er að kaupa einkatíma hjá Gísla - samið er um það sérstaklega