Bruni
Kæri lesandi.
Fyrir ári síðan lendi ég í slysi sem var valdur þess að það kviknaði í mér.
Ég var að skemmta á einum skemmtistað á landinu sem ég ætla ekki að nafngreina.
Skemmtunin hófst með flottu showi með plötusnúðunum og var allt rosalega flott. Á meðan var ég að slaka á með félögum mínum í sama húsi og hafa gaman spjalla og njóta tónlistarinnar.
Þegar leið á kvöldið og fór að styttast í sýninguna hjá mér fór ég að gera mig tilbúinn eins og ég var vanur að gera fyrir hverja sýningu.
Ég byrja sýninguna mina í annari sýningu sem var á undan minni og klára þá sýninu með stæl og var búinn með nokkrar mínútur af minni eigin sýningu. Þegar ég lendi í því að það kviknar í mér.
Fyrst dett ég í black out sem ég veit ekki alveg hvað stóð lengi yfir svo þegar ég ranka við mér þá tek ég eftir að það er kveiknað í andlitinu á mér og fer ég ða reyna slökkva eldinn í andlitinu á mér en það gekk mjög erfiðlega því eldurinn fór bara að magnast þegar ég reyndi að slökkva hann.
Þegar ég sá það ekki fyrir mér ða geta slökkt eldinn hljóp ég af stað í átt að einum manni sem ég kannaðist við í von um að hann gæti slökkt eldinn sem hann náði að gera.
Þegar hann tekur á móti mér rífur hann sig úr bol sem hann var í og fleigir mér í gólfið til að geta slökkt í mér með bolnum. Þegar hann náði ða slökkva í mér var safnast saman í kringum mig til að geta hugsað um mig.
Ég öskraði af sársauka og hélt að þetta væri seinasti dagur lífs míns ég fann þrátt fyrir að það var búið ða slökkva í mér þá fann ég húðina á mér bráðna af andlitinu af mér.
Sársaukinn var svo gífurlega mikill, Þegar ég var borinn baksviðs til að hægt væri að hugsa um brunan á andlitinu á mér var hugur minn kominn á allt annað stig.
Ég hélt að ég væri ða deyja.
Þegar lögreglan mætir á staðinn þá voru allar útgönguleiðir læstar og þurfti að sparka upp aðal neyðar útgönguleiðina upp sv ohægt væri að komast með mig út.
Ég var fluttur uppá sjúkrahús þar sem var hugsað um sárin í andliti mínu í nokkra tíma.
þegar ég kem heim þá varð ég félagslega hræddur , fór ekki utúr húsi i margar vikur, missi vinnuna mína, missi bæturnar sem ég var með á móti vinnunni, svo missti ég líka alla mína andlegu hlið, gat ekki litið í spegil vegna hræðslu við hvða ég myndi sjá þegar ég myndi líta í spegilinn.
Eftir slysið lendi ég í þeim hremmingum að endurupplifa þetta kvöld aftur og aftur í svefni fæ ógeðslegar martraðir um þetta slys sem ég lendi í.
Martraðirnar urðu verri og verri og fylgdi með þeim sársauki þegar ég vaknaði með látum uppúr svefni þá fann ég til í andlitinu þar sem ég brann, fann brunatilfinningu.
Nú í dag koma martraðirnar enþá og sársaukinn og svo er maður hræddur um dagsdaglega hva myndi ég gera ef ég myndi lenda í þessu aftur, Hræðslan er til staðar vegna hugsanna minna “Hvað Ef” og að mínu mati finnst ég vera versna og versna andlega.
það mun koma sá dagur a ðég mun gjörsamlega gefast upp á því að endur upplifa þetta hræðilega slys og finna fyrir sársaukanum.
Mér langar bara að geta lifað eðlilegu lífi og án hræðslunnar sem er til staðar því ég er hræddur í hvern skipti skiti sem ég fer að sofa um að endurupplifa þetta kvöld.