Ég er ekki beint að leita að neinum ráðum eða hjálp, langar bara aðeins að væla í ykkur.
Síðan ég var smábarn hef ég alltaf átt erfitt með að sofna. Þegar ég var krakki gat ég ekki farið að sofa nema einhver væri vakandi í húsinu. Seinna fór ég að kunna að meta þögnina sem jók ennþá svefnvandamálin.
Núna síðustu árin hef ég alltaf átt í meiri og meiri vandamálum með svefn og það er farið að hafa mikil áhrif á mig. Ég ligg kannski tímunum saman uppí rúmi og get ekki sofnað en á svo erfitt með að vakna daginn eftir. Það er sama þótt ég hafi ekki sofið í marga klukkutíma, þótt ég hafi ekki náð nema 4-5 tíma svefni dögum saman. Ég á bara erfiðara með að sofna eftir því sem ég er þreyttari.
Ég hef reynt allt til að laga þetta og á tímabilum næ ég því alveg, jafnvel marga mánuði í senn. En síðasta hálfa árið hef ég verið andvaka nánast hvert einasta kvöld. Einu undantekningarnar eru þegar ég hef verið að drekka (sem styttir svefninn frá hinum endanum) og þegar ég var á tímabili á sterkum verkjalyfjum eftir aðgerð.
Núna er ég komin á það stig að ég er hrædd við að fara upp í rúm. Ég forðast það eins og ég get að fara að sofa. Núna er ég t.d. búin að eyða 2 klst. í ekki neitt á netinu af því ég vil ekki fara að sofa. Af því ég kvíði því að liggja uppí rúmi í marga klukkutíma og geta ekki sofnað.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera lengur. Ég vil ekki fara til læknis og láta segja mér að ég sé bara stressuð, ég hef prófað að lifa óbærilega stresslausu lífi og það var bara ekkert að hjálpa mér. Ég vil heldur ekki svefnlyf til að hjálpa mér því það er bara vítahringur. Ég bara hreinlega veit ekki hvað er hægt að gera við svona vandamálum.
Afsakið vælið í mér. Ég vona innilega að það séu ekki margir með sama vandamál þarna úti, en ef svo er endilega deilið ykkar reynslu :)