Ef ég væri þú þá myndi ég finna mér eitthvað prógram fyrst. Ef þú værir að taka t.d. Rippetoes Starting Strength þá mælir hann með að byrja með stöngina og þyngja alltaf eftir hverja einustu æfingu þangað til þú hættir að geta þyngt.
En fyrir eitthvað basic bodybuilding prógram þá værum við eflaust að tala um 8-12 reps. Þú munt þá ekkert byrja strax á fyrstu æfingu með eins þungt og þú getur tekið, prófaðu bara einhverja þyngd sem þú veist að þú ræður við og gerðu 12 reps, ef þú nærð því stoppaðu þá bara við 12 og þyngdu svo alltaf smátt á milli setta. Ef þú náðir 12 reps í öllum settum þá heldurðu áfram að þyngja á næstu æfingu þangað til þú nærð kannski bara 8 eða 10, þá ertu búinn að finna réttu þyngdina.
Persónulega hugsa ég að ef þú nærð 12 reps og veist að þú nærð meira þá vill ég frekar stoppa þar, spara orkuna fyrir næsta sett, þyngja og ná því eins oft og ég get.
En ég myndi ekkert vera samt að stressa mig yfir því hversu mörg rep þú ert að gera allt frá 1 - 20 rep og jafnvel meira getur verið gott, en kannski mismunandi eftir því hvaða markmiði þú ert að leitast eftir að ná eða hvaða vöðva þú ert að æfa.