Veit ekki með allar skyr.is bragðtegundirnar en veit að það er aspartame í vanillu skyr.is sem á víst ekki að vera neitt svakalega gott fyrir þig en ég er ekkert stressaður yfir því. Finnst líka KEA skyr best, en það skiptir í raun engu máli.
Ef þú vilt létta þig þá viltu kannski helst kaupa skyr sem inniheldur mikið af próteini og lítið af kolvetnum. Kolvetnin í skyrinu eru nefnilega bara sykur, sem þú vilt ekki vera að éta of mikið af ef þú ert að kötta. Þessvegna benti ég á hreint skyr, mikið prótein, lítið af kolvetnum.
Bætt við 9. mars 2011 - 02:34
leiðrétting: ef það er mikið af kolvetnum í skyrinu t.d. í kringum 10g per 100g af skyri þá erum við að tala um að mest af því sé sykur. Hreint skyr er hinsvegar með um 3g per 10g sem eru bara kolvetni úr mjólkinni.