Æðahnútar og hnébeygjur
Ég var að taka eftir að ég væri með æðahnúta á framanverðu lærinu.. hjúkrunarfræðingur sem ég talaði við vildi meina að þetta væri líklega útaf þungum hnébeygjum eða áreynslu á lappirnar og að þetta væri ættgengt hjá mér. ég vildi vita hvort einhver hafi reynslu af þessu? mig langar helst ekki að hætta lyfta þungu.. ég tek hnébeygju tvisvar í viku.. þungt einn daginn og létt hinn.. og þetta er mjög áberandi þegar ég beygji.. einhver ráð?