Það eru skiptar skoðanir. Sjálfur er ég ekki mikið fyrir að troða í mig á morgnanna, en passa annars bara að hafa tankinn alltaf nokkuð fullan. Að borða á þriggja tíma fresti er alls ekkert slæm hugmynd, og mæli ég með því persónulega að taka kolvetni frekar á morgnanna og í kringum æfingar, og reyna svo að kötta þau út á kvöldin. Halda sig frekar við kjötið og fituna þá.
Annars er þetta bara voðalega einfalt. Þú veist hvað er hollt, borðaðu frekar aðeins of mikið heldur en aðeins of lítið. Haltu þig frá sykri, unnum mat og svoleiðis drasli, og ég mæli með því að reyna að takmarka kornmeti eins og þú getur líka. Halda sig bara við skyr, nýmjólk, egg og kjöt með smá ávextum og grænmeti svona sem bragðbætandi.
Það er einnig góð hugmynd að finna út hversu lengi þú ert að melta góða kjötmáltíð, svo þú getir verið með fullan tank í gymminu án þess þó að það sé of stutt síðan þú borðaðir (þar sem það getur bara valdið krampa, ógleði og veseni).
Nr 1,2 og alveg upp í 42 er að Æfa með nógu og miklu intensity, borða nóg og sofa minnst 8 tíma. Allt annað má svo rökræða.