Maður heyrir alltaf fólk tala um að það fái bólur af því að nota kreatín og að fólk verði mjög vatnsþrútið og eitthvað. Persónulega hef ég aldrei fengið meiri bólur af því að nota kreatín og ég hef aldrei tekið eftir því að maður verði eitthvað “vatnsþrútnari” þegar maður tekur kreatín þó maður drekki meira en 4l af vatni á dag + aðra vökva. Maður verður eflaust vatnsþrútinn að einhverju marki en ég hef aldrei séð sjáanlegan mun.
Mæli bara með að nota hreint kreatín monohydrate og ef þú vilt eitthvað eins og Cell-Tech þá kaupirðu þér bara poka af dextrósa (þrúgusykur) líka og drekkur það með kreatíninu eftir æfingar. MIKLU ódýrara og alveg jafn góð virkni, en ég hef samt persónulega bara verið að taka þetta með vatni, enginn dextrósi.