Er að pæla hvort það sé eitthvað vit í þessu prógrammi fann prógramm á netinu og breytti set og reps og breytti æfingunum aðeins eins og ég hélt að væri best en ég er engin sérfæðingur í þessu svo var að pæla hvort það sé einhver hérna sem getur leiðrétt mig með þetta ef þetta er eitthver tóm steypa ef það t.d vantar eitthverjar æfingar inn í þetta eða ef það þarf að breyta endurtekningunum
mánudagur
brjóst og bicep
bekkpressa 5x5
hallandi bekkpressa með handlóðum 3x6-8
bekkpressa í vél (fyrir efri kassa) 3x8
flug með handlóðum eða dragvél 3x8
curl með stöng 5x5
hammer curl 3x8
þriðjudagur
lappir bak og kviður
réttstöðulyfta 3x4-5
hnébeygja 3x4-5
framstig 2x10
kálfapressa 2x20-30
hnjályftur 3x20-30
kviðkreppur 3x20-30
sitjandi hliðarsnúningar 3x20-30
fimmtudagur
axlir og þríhöfði
axlapressa með stöng 5x5
axlapressa með handlóð 3x6-8
axlapressa í vél 3x8
hliðarlyftur 3x8
scull crusher 5x5
dýfur 5x5
armréttur í vél með kaðli 3x8
föstudagur
bak og kviður
róður með stöng 5x5
róður í dragvél 3x8
niðurtog að framan vítt 5x5
niðurtog aftan 2x8
upphífur öfugt grip 2xmax
bakflettur 3x15-20
hnjályftur 3x20-30
kviðkreppur 3x20-30
sitjandi hliðarsnúningar 3x20-30
en svo eitt annað lendi alltaf í þessu þegar ég tek standandi axlarpressu með stöng fæ ég alltaf verk neðst í bakið samt er ég ekki að halla mér mikið afturábak fæ þetta oftast þegar ég er búin með 2-3 set lenti líka í þessu þegar ég tek standandi róður er þetta eðlilegt?