Var að spá hver væri eðlileg þynging á viku ef maður er á þyngingarprógrammi? Veit hvernig maður á að þyngja sig (hef gert það áður með góðum árangri) en er búinn að gleyma hversu hratt er æskilegt að þyngjast…
Besta ráðið sem ég get gefið þér er að fókusa minna á vigtina og meira á spegilinn. Ef þér finnst þú vera að bæta á þig of mikið þá minnkaru matinn/eykur cardio. Ef þú einblínir of mikið á vigtina þá hamlar það árangri, imo.
Án allra efna og ef þú ert að reyna að passa uppá að fitna ekki í leiðini, 250-350gr á viku. Flest fólk er hinsvegar ekki það stöðugt í þyngd þannig það væri líklega betra að vigta sig 3-4 vikna fresti og taka meðaltal af því.
Einmitt. Ég sagði það líka. Þessvegna sagði ég honum að mæla sig á 3-4 vikna fresti. Villtu meina að rykkirnir séu stærri, enginn breyting á 2 mán og svo rosa þynging 2 mánuðina þar á eftir?
Þyngingarprógramm er andstæðan við grenningarprógramm. Til að grenna sig fer maður í ræktina og brennir kaloríum. Til að þyngjast er maður að lyfta aðallega og bæta á sig vöðvamassa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..