Já ég veit að titillinn greip ykkur strax og þið svitnuðuð á efri vörinni af forvitni til að sjá hvaða vitleysingur væri að fara að babbla eitthvað um stera í þetta skiptið. Ég er í raun ekkert að fara að babbla eitthvað um stera núna, þar sem hugi.is er kannski ekki alveg grundvöllurinn fyrir svo löguðu. Ég ætlaði bara að fá ykkar álit á nokkrum atriðum varðandi stera og umfjöllun þeirra á netinu.
Mundir þú notfæra þér íslenska vefsíðu sem innihéldi umfjöllun um flestar gerðir stera og farið væri í fræðilegu hliðina á efnunum?
Síða sem mundi innihalda greinar, myndir og spjallborð svo einstaklingar geta tjáð skoðanir sínar og deilt reynslu sinni í umhverfi án fordóma gangvart sterum.
Burtséð frá því hvort þú notir stera yfir höfuð eða hafir notað þá, hyggst nota þá eða ætlir ekki að nota þá. Mundir þú nýta þér það fræðslusetur?