er að pæla þegar ég er að taka dýfur á ég að fara alla leið niður eða bara hálfa leið er að tala um bara fyrir tricep ekki brjóst hef annars verið að taka alla leið niðu
Fer eftir hvernig þú ert byggður, sumir komast ‘léttilega’ undir 90° en aðrir bara geta það ekki án þess að fá verk í axlirnar, ef þú kemst undir 90° þá endilega gerðu það.
Og með álag á tricep og axlir, því meira sem þú hallar þér fram því meiri skiptist álagið á brjóstið, svo ef þú ert nánast beinn er það meira á triceps.
Eins langt og þú treystir þér og þannig að það sé sársaukalaust.
Þarft ekkert að vera að halla þér aftur þó þú viljir taka trísinn frekar en kassann, taktu æfinguna bara eins og þér þykir þægilegast og taktu eins þungt og þú getur og allt stækkar.
En hvort er betra að taka dýfur eða aðrar þríhöfðaæfingar hef verið soldið fastur í liggjandi armréttunum með stöng hef ekki bætt mig lengi eru eitthverjar fleiri æfingar sem ég get tekið fyrir þrihöfðan
Dýfan er af mörgum talin besta þríhöfða æfingin en í raun er það móðgun við dýfuna að kalla hana þríhöfða æfingu, hún ætti að heita overbody-squats ef eitthvað er:)
Þríhöfða rétta með kaðli tekur mjög vel á öllum þríhöfðanum og leiðir ekki til óþæginda/meiðsla eins og oft vill vera með nefbrjótinn.
Pullover er alger killer fyrir langa haus þríhöfðans en skiptar skoðanir eru á hvort hún geri mikið fyrir stærð eða styrk.
já ég fæ líka verk í olnbogann þegar ég geri liggjandi armréttur en ekki dýfur er kannski sniðugt bara að skipta henni út og taka armréttur með kaðli í vél í staðinn þá? og svo kannski þröngan bekk og dýfurnar síðast?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..