Ef við erum það sem við hugsun þá ætli maður sé ekki að finna sér sérstöðu eða finna einhverja huggun í því að vita einhvern sannleika.
Þú ert ekki “sannleiksleitandi”. Það eina sem þú ert að leita að eru skoðanir sem þú heldur að veiti þér einhverja sérstöðu.
Hljómar dáldið eins og þú haldir að ég sé egóisti… Ég er satt best að segja frekar sá sem spyr spurninga líkt og Sókrates og hef frekar reynt að rata einhvern milliveg í þeim málum. Svo er ég ekkert endilega að meina einhvern sannleik í utanaðkomandi/veraldlegum málum heldur bara spurningum eins og “hver er ég?” (Betra orð væri þá kannski sjálfsþekking).
Finnst líka frekar fyndið að þú kallir mig efasemdarmanneskju, hef aldrei hugsað mig þannig beint. he he. :)
en svona í alvöru, afhverju þessi lítilvirðing, ertu eitthvað reiður eða?.. lítið sjálfsmat kannski? Þú veist vonandi að með því að sýna öðrum lítilsvirðingu og dónaskap ertu dáldið að skjóta þig í fótinn með að fólk virði þig svars.
Vitur maður sagði eitt sinn að um leið og við finnum okkur í aðstæðum þar sem við erum reið erum við um leið hætt að leita að sannleikanum og farinn að bjarga okkur sjálfum. Hef fundið það nokkuð satt. Oft er maður reiður þegar einhver setur fram fullyrðingar án þess að sá skilja heildarmyndina en svo þegar maður finnur heildarmyndina út þá skilur maður ekki afhverju maður var að eyða orku í að vera reiður.
Kannski það sé einhver skortur á trausti. Og allir hafa rétt til að treista þeim sem þeir vilja, hvort sem það sé læknir, næringarþerapisti, sálfræðingur eða gúru. Til að treista fyrir mér er ekki endilega nóg að vera með bara rök, betra er að sannreyna hlutina sjálfur áður enn maður getur farið á trausts stigið. T.d. hafði ég mínar efasemdir um að hætta mjólkuráti myndi laga ofnæmi, enn svo þegar ég sannreyndi það dró það verulega úr ofnæmistímabilinu. Grasfrjóin voru verst en ég hætti nánast alveg að finna fyrir aspar og birki tímabilunum(snemma sumars í mai og júní). Þannig að tímabilið hafði minnkað frá nærri öllu sumrinu í tímabilið frá rúmlega 15. júlí til 10. ágúst. Og minnkar með hverju ári. Samt sem áður borða ég nokkuð af mjólkurvörum yfir veturinn. Þessvegna get ég með fullu trausti borið ábyrgð á því að mæla með þessu fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi.