Fyrir hámarks sprengikraft þá er gott að vinna með 80-90% af 1RM, 1-2 reps 3-5 sett með 2-5 mínútum á milli setta.
80% af 1RM virðist fela í sér mestu orkulosunina (hraði x þyngd).
Fyrir snerpuþol þarf að minnka þyngdirnar í 75-85% (jafnvel minna, fer eftir formi) af 1RM og vinna með 3-5 reps, 3-5 sett en svipaðar hvíldir.
Það kemur ekkert fram fyrir hvað þú villt bæta sprengjukraftinn, kannski ertu boltaleikmaður sem þarft að spretta og hoppa eftir pöntun svo að skipulagður fjöldi æfinga með skipulögðum hvíldum á milli skilar sér kannski ekki beint út í þína íþrótt nema þegar þú ert óþreyttur eða í frábæru formi.
Plyometrics æfingar gætu þjálfað þig í að sprengja upp þrátt fyrir uppsöfnun mjólkursýru.