Það kemur því ekkert við að hann sé ekki þekktur, heldur kemur það því við að þessi rannsókn hans er ekki að neinu leiti vísindaleg. Vísindalegar rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu hingað til virðast ekki hafa leitt það í ljós að það þurfi að gera kannabisræktun löglega til að lækna krabbameinssjúka.
Þú værir með almennilegar heimildir um þetta ef þú værir að kynna þér það á vísindalegum vettvangi en ekki youtube myndböndum. Getur örugglega keypt þér aðgang að greinasafni The Lancet og fundið eitthvað um þetta þar.
http://www.thelancet.com/Þetta er svipuð nálgun og öfgatrúarfólk tekur á t.d. þróunarkenninguna.
Ég er á móti banni á kannabis, og það er útafþví að ég vil geta fengið mér bjór og farið að flippa niðrí bæ og ég vil líka geta tekið því rólega heima hjá mér með jónu í útvöldum félagskap án þess að vera álitinn glæpamaður.
Ég er líka á móti því að umræðan sé leidd út í eitthvað svona kjaftæði. Ef þú ert ekki að meina að meintur lækningarmáttur kannabis á krabbameini sé ástæða þess að það ætti að lögleiða það svo þú getir fengið þér í haus, af hverju ertu þá að minnast á þetta?
Ég sé þig ekki tuðandi mikið yfir öllu hinu sem er að í heiminum, og fyrst þetta fjallar um kannabis þá finnst mér líklegt að þér finnist þú eiga einhverra hagsmuna að gæta með því að vera að “berjast fyrir þessu”?