Ég nota ekki stera og sé ekki frammá að gera það, a.m.k. í nánustu framtíð. En ég missi samt enga virðingu fyrir fólki sem gerir það skynsamlega. Mér langar að gera list! Elska að lesa lista.
1. Helst að bíða til 23 ára aldurs þegar líkaminn er svona nokkurnveginn alveg búin með kynþroskapakkann. Maður hættir kannski að vera sama hormónasprengjan um tvítugt en þó eru nokkrir hlutir sem eru ekki enn fullvaxta sem ég kann ekki nógu góða skil á, ég man þá ekki í augnablikinu. Það má skafa af 1-2 ár þarna ef þú uppfyllir öll hin skilyrðin.
2. Eigðu að baki a.m.k. 2 umferðir af bæði cutti og bulki. Helst 3. Þetta þýðir að þú ert farinn að læra á líkama þinn. Allir líkamar fylgja sömu meginreglum en eru þó ekki allir eins. Það sem getur verið frábært mataræði og æfingakerfi fyrir eina manneskju getur verið not so great fyrir þá næstu. Ef þú byrjar á sprautuni fyrsta mánuðinn í ræktini að þá missir þú af þessu því allir responda vel við næstum hvaða æfingakerfi sem er þegar newbie gains og sterar leggjast saman.
3. Kynntu þér málið og lestu þér til um hvað þú ert að fara taka. og ég meina ekki korter á bb.com heldur heimildir sem vísa í rannsóknir. Bara eitthvað skothellt. Ég hef séð stráka demba sér í þetta og taka bara sömu kúra og vinir þeirra taka og þessi vinir þeirra vita oft ekki blautan skít. Margir ungir steraneytendur hafa ekki heyrt um estrogen blokkera. Vertu upplýstur!
4. Finndu þér lækni til að fylgjast með líkama þínum. Ég þori ekki að fara með það hvað þeir nákvæmlega skoða en þeir eru mikið betur í stakk búnir að fylgjast með aukakvillum steranotkunar heldur en þú. Læknar eru bundnir trúnaði gagnvart sjúklingum sínum þannig þú getur spurt hvaða heimilislækni sem er. Hann segir í versta falli nei.
5. Ekki láta stera vera einu ástæðuna fyrir því að þú mætir í ræktina. Ég hef séð nokkra unga drengi sem finnst það einfaldlega ekki taka því lengur að fara í ræktina og passa uppá mataræðið nema þeir séu á sprautuni. Þetta er líka ein af ástæðunum fyrir reglu númer 2. Mönnum finnst oft einsog ekkert gerist þegar kúrnum líkur afþví þeir eru orðnir svo vanir góða lífinu.
6. Vertu tilbúin að sætta þig við að þú munnt líklega missa eitthvað af árangri þínum á fyrstu vikunum eftir kúrinn. Mikið af þessu er vatnsþyngd sem mun hverfa þegar notkun er hætt. Það sem gerist eftir kúrinn getur verið alveg jafn mikilvægt tímabil einsog á meðan kúrnum stendur. Passaðu þig að halda áfram með gott svefnmunstur, margar kalóríur og ekki að missa úr æfingar.
Gangi þér vel!