Enn einn þráðurinn um hálskirtlatöku …
Reyndar ætla ég ekki að spyrja hvað maður á að borða á eftir og allt það. Veit að ís bjargar öllu og þetta verður ógeðslega vont í nokkra daga.
Ég var að pæla í öðru - Ég er búin að lesa mér til um þetta á netinu, hvernig þetta er gert og svona. Ég var bara að pæla í mjög heimskulegri spurningu: Er maður ekki örugglega alveg svæfður í svona? Það verður varla skorið með mann vakandi með deyfingu?
Ég er algjör vitleysingur í þessu, er 21 árs og hef ekki einu sinni þurft að láta sauma eða neitt á ævinni, hvað þá fara í aðgerð :) Er eiginlega meira stressuð fyrir sprautum og svæfingu heldur en að jafna mig eftirþetta :P
Og já, ég veit að ég á að spyrja lækninn um allt. Geri það fyrir aðgerðina, ég er bara forvitin núna :)